laugardagur, nóvember 12

dream a little dream of me....

mig dreymdi einn fyrrverandi í nótt.
Við vorum í göngutúr um miðbæ rvk, lékum okkur í snjónum, leiddumst, föðmuðumst, fórum á kaffihús, kjöftuðu, kysstumst....
þegar ég komst af rem stiginu og vaknaði til vitundar snéri mér á hliðna og sá sítt dökkt hár og bert brjóst....alltaf gott að kúra bara með góðri vinkonu á föstudagskveldi eftir læru session og video..

Freud trúði mikið á drauma. Hann taldi þá vera lykilinn að undimeðvitundinni. Í draumum birtast leyndar þrár, langanir og óskir. Það sem ego-ið þorði ekki að framkvæma en id-ið langaði í kom fram í draumunum....super-ego missir alla stjórn og dýrslegar hvatir brjótast fram... á meðan ligg ég bara svo gott sem lömuð með augnlokin niðri og flöktandi augu þar á bakvið....rem stig svefnsins...
Jung trúði einnig mikið á drauma og lagði mikla merkingu í tákn sem í þeim leyndust.

Hvað ætli þeir félagarnir segðu um mína drauma?

Ég er ein af þeim sem dreyma á hverri einustu nóttu og man það nær alltaf þegar ég vakna. Oft eru draumarnir mínir frekar sýrukenndir en þó verð ég að játa að þeir endurspegli oft það sem ég þrái, langa, óttast eða óska mér.
Það virðast samt vera nokkrir þemar í draumum hjá mér sem koma reglulega.
Í vikunni, einmitt í kúri með vinkonu minni, kom einn slíkur.
Mig dreymdi fjölskylduna mína í LA og vin minn frá Hawaii. Þetta er þrá,ósk og löngun.
Auðvitað kom hryðjuverkaárást og vinur minn dó og ég fór að hágráta. Þetta er ótti.

Ég sendi vini mínum póst til að fá staðfestingu að þetta hafi bara verið allt saman draumur en ekki ég raunverulega að tappa inn á heimssálina og sjá fram í tímann.
Hann svaraði um hæl, sæll og glaður og bauð mér að koma í heimsókn...
kannski eru draumarnir mínir bara full dramatískir, ég veit ekki.

Þegar ég vaknaði í morgun spáði ég í það hvort ég ætti að láta viðkomandi vita að mér hefði verið að dreyma hann.....ef einhvern er að dreyma mig þá vil ég vita það...
samt virkar það pínu sækó að senda sms....mig dreymdi þig í nótt....
eða er það?

Draumráðningabækur eru iðulega best seller og maður heyrir fólk reglulega vera að segja frá því sem það dreymdi og reyna að leita að duldri merkingu...

Erum við kannski bara svona sjúk í Freudisma...sálfræðin sem tók heiminn með trompi?
Viljum við öll halda að þegar við erum sofandi brýst hið rétt út.. leyniveröldin sem sýnir okkur hvað við raunverulega viljum í lífinu?

Ég finn samt að draumar mínir breytast eftir sálarástandinu mínu sem og oft pælingum áður en ég fór að sofa...
Draumarnir núna eru farnir að einkennast af útþrá og vinum sem ég hef ekki séð í rúmt ár og er farin að sakna.

Ég er mjög hrifin ad því að snooze-a á vekjaraklukkuna á símanum mínum. Ég nudda stýrurnar úr augunum, teygji úr mér, strýk á mér magann sem mér finnst að mætti fara að minnka og hugsa um hvernig dagurinn sem er framundan mun verða....

Ég er farin að leggja mig 2x1 klst á hverjum degi. í hverri kríu tek ég draum session... maður þarf nenfilega ekki að bera ábyrgð á neinu í draumum og maður getur gert hvað sem er... meira að segja flogið eða synt með höfrungum, eða bara kysst fyrrverandi kærastann sinn.

Kannski eru þetta bara jólin sem nálgast. Mér finnst allt í kringum jólin frekar draumkennt. Ég verð aftur 7 ára og fer í litla bómulinn í faðmi fjölskyldunnar og fæ góðan mat og ást og umhyggju...alveg áhyggjulaus.... ég ætla ekkert að vinna í ár og eina stressið tengist prófunum...

Kannski ætti ég að gera draumana að veruleika og veruleikann að draumi eins og ég fékk lof um í tölvupósti um daginn......

ég vona að margir af draumum mínum munu rætast....

tjátjá
siggadögg
-dreymir um útlönd....framandi staði...ævintýri....-

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gerdu bara drauminn af veruleika
skeltu ter ut um jolin
annars er eg ad fara i walmart a morgunn vantar ter eitthvad kella min

Sigga Dögg sagði...

OMYGOD!!!
ég var að tjatta við tarantino og hanga í vip lounginu hans á rex með hinum leikurunum úr myndinni!!! ég og sunna vorum ofur svalar á kantinum... free booze and everything..and tarantino.. sem ég er á first name basis með :)

einn draumur orðin að veruleika...

Sunna sagði...

Svalar og heitar.. passar það saman??
Allavega þá var þetta frekar nett en samt kómískt, útúr fullar stalk píur reynandi við alla upp um alla veggi. Það var athyglisvert! Ótrúlega mikið að powertrip liði sem bannaði fólki að komast leiðar sinnar inná REX of all places; ICELAND. Held samt við stöllur höfum ekki verið OF vinsælar þarna inni, þrátt fyrir að vera afar kurteisar og almennilegar og frekar mikið edrú.

Sunna sagði...

Veistu að hverju ég var að komast, hot-nerdy gæinn, aðalleikarinn lék í þeirri frábæru mynd "Dumb and Dumberer".... æðisleg uppgötvun, ég hef reyndar ekki séð þá mynd. Varð að koma þessu að þó að það skipti absolut engu máli!